
Frambjóðandi til borgarstjórnar Reykjavíkur
“Ég vil sjá betur rekna borg sem skilar sér í betri þjónustu fyrir íbúa.”
Um Róbert Ragnarsson
Ég er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Ég hef verið bæjarstjóri, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Ég hef unnið með fólki úr öllum flokkum við að straumlínulaga rekstur, bæta þjónustu og efla samfélög. Meðal annars fyrir Reykjavíkurborg.
Alltof oft stranda góðar hugmyndir og komast ekki til framkvæmda. Óþreyja mín fyrir því hefur vaxið og nú vil ég stíga inn á pólitíska sviðið, taka ábyrgð, ná góðum árangri og auka traust til borgarstjórnar.
Reynsla mín af því að leiða fólk saman og finna sameiginlegar lausnir mun bæta rekstur borgarinnar og skila peningum í þjónustuna sem við viljum fá.

Stefnuyfirlýsing
Ég bjóð fram til borgarstjórnar Reykjavíkur af því að ég vil sjá betur rekna borg sem bætir þjónustu við íbúa og eflir bæði nærsamfélag og lífsgæði.
Ég hef reynslu af því að leiða stofnanir og fyrirtæki og ég veit hvernig má ná árangri þegar vilji er fyrir hendi. Mín reynsla og þekking nýtist vel í borgarstjórn.
Ég hef skýra sýn á hvernig við getum gert betur – og ég er tilbúinn að taka ábyrgð á því að hrinda henni í framkvæmd.
Með samvinnu og skýra sýn getum við gert Reykjavík að enn betri stað til að búa, vinna og vaxa.
Skilvirkari rekstur
Betri nýting fjármuna og skýrari ábyrgð í rekstri borgarinnar.
Dagvistun fyrir alla
Nægt framboð af leikskólaplássum og sveigjanlegar dagvistunarlausnir.
Húsnæði og hverfi
Fjölbreytt og hagkvæmt húsnæði í öllum hverfum borgarinnar.
Samgöngur sem virka
Bætt almenningssamgöngur og greiðari umferðarflæði.
